Auglýsingastoppari! Er barnið þitt á leikjasíðum með óviðeigandi auglýsingum?

Við þekkjum öll leiðinlegar auglýsingar sem birtast oftar en ekki á leikjasíðum sem bjóða upp á ókeypis leiki.  Barnvænar síður eru oft á tíðum ekki svo barnvænar.  Hér er ókeypis lausn sem virkar fyrir flestar tölvur, spjaldtölvur og síma.

AdBlockPlus fjarlægir auglýsingar úr síðum

AdBlockPlus fjarlægir auglýsingar úr síðum

AdBlock Plus er ókeypis forrit sem þú setur í tölvuna þína og virkar forritið þannig að vafrinn sækir ekki auglýsinguna sem annars myndi birtast.  Forritið er einfalt í uppsetningun hefur nokkuð vel þar sem ég hef sett það upp sjálfur.  Það lokar jafnvel á “popup” glugga og myndi t.d. fjarlægja auglýsinguna sem birtist hér fyrir neðan alla pósta;)

AdBlock Plus hefur sérstakt gildi þegar kemur að því að verja börn fyrir óæskilegum auglýsingum.  Mörg þeira spila fría leiki á leikjasíðum og þar grassera oft auglýsingar frá stefnumótasíðum, pókersíðum og öðru efni sem ætlað er til að fá grunlausa spilara inn á vefsíður sem oft innihalda vírusa og annan óþrifnað.

Mörg dæmi eru um krakka sem flækjast inn á vefsíður sem eru alls ekki ætlaðar þeim, aðeins vegna þess að smellt var á auglýsingu sem birtist á vefsíðu sem er hugsuð fyrir krakka.

Skoðaðu myndbandið hér að neðan og heimasíða AdBlock er hér.


wp-footer

Leave a comment