Um mig!

Hæ!  Og velkomin(n) á bloggið!

Ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson og hef starfað við lesblinduráðgjöf frá árinu 2004.

En meginmarkmið Betra náms er að veita alhliða ráðgjöf varðandi lestur og nám.  Flestir viðskiptavina glíma við lestrar- og/eða námsörðugleika, t.d. vegna lesblindu og athyglisbrests.

Ég lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti árið 1992, námi í Kerfisfræði frá TVÍ 1995 (nú Háskólinn í Reykjavík) auk Diplómanáms frá Alþjóðlegu Davis samtökunum 2004(DDAI).
Ég fór svo aftur í Háskólann í Reykjavík og lauk þaðan Bsc. í Tölvunarfræði árið 2009.

Ég hef starfað við Davis ráðgjöf frá árinu 2003 eða síðan aðferðafræðin var innleidd á Íslandi, fyrst sem framkvæmdastjóri Lesblind.com.  Ég stofnaði Lesblindusetrið árið 2005 ásamt 5 öðrum Davis ráðgjöfum og loks Betra nám í ársbyrjun 2008.

Ég vinn bæði fyrir einstaklinga en samhliða því sinni ég ráðgjafatörfum hjá Mími símenntun í tengslum við námskeiðin “Aftur í nám” og Hringsjá (Náms- og starfsendurhæfing).

Lesblindusetrið hlaut árið 2007 tilnefningu Fréttablaðsins til Samfélagsverðlauna fyrir “Framlag til æskulýðsmála”.

Á þessu bloggi mínu skrifa ég um allt milli himins og jarðar.  Þær greinar sem hér birtast eru mótaðar af menntun minni, reynslu og skoðunum.  Ég vona að þú hafir bæði gagn og gaman af því sem ég hef fram að færa og hvet þig til að taka virkan þátt hér á bloggsíðunni!

p.s.  Þér er velkomið að senda mér línu eða fyrirspurn um hvaðeina sem kann að tengjast lestri og námsörðugleikum – vinsamlegast fylltu þá út formið hér að neðan.

Kolbeinn SigurjónssonMeð kærri þökk,
Kolbeinn Sigurjónsson
Betra nám