Námskeið

Hjá Betra nám finnur þú námskeið sem bæta námsgetu og  námsárangur.  Hvort sem þú eða barni þitt er með lesblindu (dyslexia), reikniblindu (dyscalculia)  þá eru líkur á að hægt sé að hjálpa.  Námskeiðin henta öllum aldri enda er ávallt um einstaklingsmiðaða aðstoð að ræða.  Þetta getur verið allt frá byrjunarerfiðleikum í lestri hjá yngstu nemendunum (s.s. vegna lesblindu) upp í álagsvandamál hjá háskólanemanum.  Oft gerum við okkur námið mun erfiðara en það þarf að vera.  Stundum þarf ekki svo mikið að breytast til að námið verði viðráðanlegra.  Kvíði og áhyggjur vegna prófa geta líka dregið verulega úr námsárangri svo það er til mikils að vinna.

Námskeið

Námskeið

Skoðaðu það sem er í boði og athugaðu hvort eitthvað geti ekki hentað þér eða þínu barni.  Það er líka auðvelt að senda mér fyrirspurnir og ég legg mig fram um að svara eins fljótt og kostur er.

Námskeið – Einkaráðgjöf

Auk B.sc. í tölvunarfræði er ég menntaður Davis ráðgjafi (DDAI) og með dáleiðsluréttindi.  Í boði er ráðgjöf og þjónusta í tengslum við lesblindu (dyslexia), reikniblindu (dyscalculia), athyglisbrest (ADD) og ofvirkni (ADHD).   Ég hef starfað við lesblinduráðgjöf frá upphafi innleiðingar Davis aðferðafræðinnar á Íslandi árið 2004.

Vefnámskeið – Fjarnámskeið

Betra nám býður upp á úrval fjarnámskeiða sem bæta lestrarhraða og efla námsgetu

Á vef Betra náms finnur þú einnig vefnámskeið sem gera foreldrum kleift að þjálfa börn sín (eða sig sjálfa) heima.  Hvert námskeið hefur sinn eigin vef og þú færð aðgangsorð sent til þín í tölvupóstu strax eftir kaup.  Þú getur keypt áskrift á heimasíðu námskeiðanna með greiðslukorti.

 

 

 

 

Hér er stutt yfirlit:

  • Lesum hraðar: Lestrarþjálfun fyrir krakka
  • Reiknum hraðar: Þjálfar hugarreikning og margföldun
  • Heimalestur: Lesblindunámskeið fyrir foreldra barna sem fara hægt af stað í lestri
  • Ofurminni: Minnistækni fyrir eldri nemendur
  • Lesum betur: Hraðlestrarnámskeið fyrir eldri nemendur

    Ath.: Að gefnu tilefni vil ég taka það fram að ég tek ekki nemendur í einkakennslu, þ.e. ég hjálpa þeim ekki við heimanámið.  Hins vegar leiðbeini ég þegar nemandinn glímir við mikla fyrirstöðu í námi, t.d. vegna lesblindu.

Endilega kíktu á síðuna og þaðan er auðvelt að hafa samband.
Með kveðju,
Kolbeinn Sigurjónsson
Betra nám
s: 5666664