Umsagnir

“Vildi bara láta vita að ég er mikill talsmaður ykkar og nýlega kom stúlka til mín og þakkaði mér fyrir að hafa rætt um son minn við hana því hún hafi umsvifalaust séð að dóttir systur hennar sem er 10 ára hafi verið með sömu einkenni. Í framhaldinu fór hún til ykkar og breytingarnar á barninu eru ótrúlegar.

Þakka ykkur fyrir aðstoðina!”
-Ómar Svavarsson, faðir.


“Það hefði breytt miklu ef mér hefði verið hjálpað fyrr. Mér finnst eins og tækifærið til að mennta mig hafi verið tekið af mér. Maður var bara málaður út í horn alls staðar og mér var oft sagt að ég væri bara tossi.”
-Brot úr viðtali (lesa allt viðtalið hér)


“Áður fóru stafirnir á flakk eða urðu feitletraðir, öll síðan gat farið á flakk – nú get ég stjórnað því. Ég les betur, orðin eru léttari og ég man betur það sem ég les.”
-13 ára drengur


“Lesturinn gengur eins og í lygasögu þessa dagana og daman biður daglega um að fá að lesa af því að það er svo gaman.”
-Móðir 6 ára stúlku



“Einkunnirnar hækkuðu, sjálfstraustið og sjálfsmatið jókst þvílíkt, og hegðun og félagsleg staða hans batnaði – það má segja að hann hafi eignast nýtt líf.”
– Móðir á barnaland.is


“Stjórn á skapi hefur breyst til batnaðar, augun opnuðust upp á nýtt. Ég er farinn að skrifa nýja skrift og kvíði því ekki lengur að aka bíl. Ég er miklu öruggari með mig – en svo er það bara svo margt annað.”
-27 ára karlmaður


“Sjálfstraustið hefur aukist og það er skemmtilegra að lesa. Ég á góðar og skemmtilegar minningar úr leiðréttingunni. Hún opnaði nýjar dyr, og sérstaklega fyrir mig þar sem ég er núna í námi erlendis og ég get ekki gert mér í hugarlund hvernig lífið væri ef ég hefði ekki farið í leiðréttingu áður en ég fór út.”
– 33 ára karlmaður


“Áður fékk hann lengri próftíma, bauðst að fá hljóðsnældur sem hentaði illa.
Var með 1.-3. bestu einkunnir í öllum greinum eftir leiðréttinguna. Er glaður og með mjög gott sjálfsmat, og þ.a.l. vel liðinn í skólanum. Honum gengur vel að setja sér markmið.

Það batnaði ekki bara lesturinn og skilningurinn, heldur varð hann á allan hátt jákvæðari og ánægðari með sig. Davis leiðréttingin hefur gefið syni mínum betra líf, og aukið möguleika hans á að stefna á hvaða nám sem er. Hann hefur líka lært að það þarf að vinna hart að því að ná árangri.”
– Móðir 13 ára drengs


Árangurinn var ótrúlegur og hann [drengurinn]…loksins trúði hann á sjálfan sig.
Þessi meðferð kostar en ég get ekki metið það til fjár það sem þetta gerði fyrir mitt barn.”
-Móðir

One response to “Umsagnir

  1. Frábært efni, mín 6 ára er mjög spennt fyrir að lesa og sú 4 ára er farin að þetta orðmyndirnar. Takk fyrir okkur, við hlökkum til að halda áfram.

Leave a comment